Kópaþrek 2013

Skíðdadeild Breiðabliks tilkynnir að nú verður hinu víðfræga Kópaþreki hrint af stað helgina 4-6 október. Öllum skíðaiðkendum landsins á aldrinum 12-15 ára (árg. 1998-2001) er hér með boðið að taka þátt í Kópaþreki 2013.
Fyrir þá sem ekki þekkja er hugsunin bak við Kópaþrekið að leyfa krökkunum að hittast, kynnast, taka þrekæfingar og keppa innbyrðis, bæði í hóp- og einstaklingsþrautum og síðast en ekki síst að skemmta sér saman eina helgi og þétta þannig hópinn, án skíða. Þetta er jafnt fyrir keppendur í alpa- sem og norrænum greinum.
Dagskrá, ásamt upplýsingum um verð má sjá hér:  Dagskrá_Kópaþreks_2013

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 18.september á netfangið gunnhjon@gmail.com (Gunnhildur Jónsdóttir). Velkomið að hafa samband með tölvupósti ef einhverjar spurningar vakna. Einnig verða upplýsingar settar inná facebooksíðu Kópaþreks þegar nær dregur.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur