Kópaþrek 2012

Ulli hefur borist eftirfarandi bréf frá skíðadeild Breiðabliks (hér örlítið stytt):

Komið þið sæl skíðaunnendur!!
Enn á ný hrindir skíðdadeild Breiðabliks af stað hinu víðfræga Kópaþreki. Í fyrra tókst gríðarlega vel til þegar að 70 krakkar alls staðar að af landinu tóku þátt.  Öllum skíðaiðkendum landsins á aldrinum 12-15 ára (árg. 1997-2000) er hér með boðið að taka þátt í Kópaþreki 2012.
Fyrir þá sem ekki þekkja þá er hugsunin á bak við Kópaþrekið að leyfa krökkunum að hittast, kynnast, taka þrekæfingar og keppa innbyrðis, bæði í hóp- og einstaklingsþrautum og síðast en ekki síst að skemmta sér saman eina helgi og þétta þannig hópinn, án skíða. Þetta er jafnt fyrir keppendur í alpa- sem og norrænum greinum.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 15. október á netfangið steingerdur@simnet.is Einnig er velkomið að hafa samband hvort heldur sem er með tölvupósti eða í síma 866-3660 ef einhverjar spurningar eru. Einnig verða upplýsingar settar inná facebooksíðu Kópaþreks þegar nær dregur. Þátttökugjaldið er kr. 14.000.- og þarf að greiða fyrir 15. október inná reikning Skíðadeildar Breiðabliks 0130-26-411100 kt. 550483-0259. Senda kvittun á netfangið steingerdur@simnet.is með nafni viðkomandi barns í skýringu.

Með skíðakveðju

fyrir hönd Kópaþreksnefndar
Steingerður Sigtryggsdóttir

Dagskrá Kópaþreks 2012 má sjá hér.   Athugið þó að það er villa í dagskránni, þátttökugjaldið þarf að greiða fyrir 15. október en ekki 15. nóvember eins og stendur í skjalinu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur