Félaginu hefur borist eftirfarandi bréf frá Skíðadeild Breiðabliks:
Komið þið sæl!!
Eftir að hafa flautað Kópaþrekið af 2010 ætlar Skíðadeild Breiðabliks að gera aðra tilraun og blása til Kópaþreks helgina 14. – 16. október nk. Öllum skíðaiðkendum landsins á aldrinum 12-15 ára er hér með boðið að taka þátt (árg. 1996-1999). Við biðjum allar skíðadeildir um að auglýsa þetta vel innan sinna raða og senda út pósta á sína iðkendur svo þetta fari alveg örugglega ekki fram hjá neinum, eflaust vantar okkur einhver netföng og því óskum við eftir aðstoð við að bera út boðskapinn.
Fyrir þá sem ekki þekkja þá er hugsunin á bak við Kópaþrekið að leyfa krökkunum að hittast, kynnast, taka þrekæfingar og keppa innbyrðis, bæði í hóp og einstaklingsþrautum og síðast en ekki síst að skemmta sér saman eina helgi og þétta þannig hópinn, án skiða. Þetta er jafnt fyrir keppendur í alpa- sem og norrænum greinum.
Endanlega dagskrá er ekki klár, en gróflega verður þetta þannig;
Föstudagur 14. okt.
Kl. 18 mæta þátttakendur við Smárann, íþróttahús Breiðabliks í Kópavogi þar sem farið verður með rútu upp í Breiðabliksskála í Bláfjöllum þar sem verður byrjað á léttri hlaupaæfingu, kvöldmat og svo endað á kvöldvöku líkt og var í Kerlingafjöllum í gamla daga, gist er í skálanum yfir helgina.
Laugardagur 15. okt.
- Morgunmatur
- Hinar ýmsu þrekæfingar í Bláfjöllum fyrir hádegi undir stjórn vaskra þjálfara og íþróttakennara frá Breiðabliki
- Hádegismatur
- Eftir hádegi verða svo hópakeppnir, sem kynntar verða á staðnum
- Seinnipartinn verður farið í sund og slakað á eftir átök dagsins
- Pizzuveisla
- Kvöldskemmtun í skála sem á eftir að koma á óvart
Sunnudagur 16. okt.
- Morgunmatur
- Pakkað saman og gengið frá
- Farið með rútu niður í Smára þar sem keppt verður í einstaklingsgreinum, s.s. kassahoppi, langstökki, hlaupi o.fl.
- Léttur hádegisverður
- Kl. 14 Verðlaunaafhending, myndataka og Kópaþreki slitið
Nánari dagskrá og tímasetningar verða sendar út þegar nær dregur.
Helgin mun kosta kr. 9.000.- á barn og er innifalið í því: rútuferðir á höfuðborgarsvæðinu, gisting í skála, matur og sundferð. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig fyrir 20. september á netfangið heidurhjalta@gmail.com. Einnig er velkomið að hafa samband hvort heldur sem er með tölvupósti eða í síma 894-2997 ef einhverjar spurningar eru. Nánari upplýsingar og dagskrá verða svo send út þegar nær dregur.
Með skíðakveðju, fyrir hönd Kópaþreksnefndar
Heiður Hjaltadóttir