Jólakveðjur til Ullunga

Skíðagöngufólk á höfuðborgarsvæðinu fékk „jólagjöf“ í gær þegar gengið var frá leyfi til þess að leggja skíðaspor á nokkrum svæðum innan borgarmakanna. Leyfið gildir fyrir Ull og Pál Gíslason sem er svo velviljaður að leggja til 6 hjól í þetta verkefni. Svæðin sem um er að ræða eru meðfram Ægissíðunni, á Miklatúni, í Laugardalnum á móts við Þvottalaugarnar og í Fossvogsdalnum frá Víkingssvæðinu að vestur að skógræktinni. Þetta verður tilraun sem mikilvægt er að við fáum fréttir frá ykkur um hvernig til tekst. Við munum segja frá hér á síðunni um leið og spor hafa verið lögð svo og á fésbókinni og einnig reyna að koma uppl. á framfæri í fjölmiðlum.
Gleðileg jól.

Þóroddur F. Þ.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur