Íslandsmeistari!

Hér má sjá Katrínu bera undir skíðin fyrir keppni í sprettgöngu í bikarmóti sem haldið var í Bláfjöllum í febrúar. Fagmannlega að verki staðið enda bar hún sigur úr býtum þar.
Hér má sjá Katrínu bera undir skíðin fyrir keppni í sprettgöngu í bikarmóti sem haldið var í Bláfjöllum í febrúar. Fagmannlega að verki staðið enda bar hún sigur úr býtum þar.

Þau merku og gleðilegu tíðindi gerðust á nýafstöðnu Íslandsmóti á Akureyri að Ullur eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara í flokki fullorðinna en áður hafði Gunnar Birgisson orðið Íslandsmeistari í flokki unglinga. Það var Katrín Árnadóttir sem náði þessum merka áfanga í stuttri sögu félagsins er hún sigraði í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Ullungar eru ákaflega glaðir og stoltir af Íslandsmeistaranum og óska Katrínu til hamingju!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur