Við minnum á Íslandsgönguæfingarnar hjá okkur í vetur. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 18:00 í Bláfjöllum.
Ætlast er til að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu og/eða lokið a.m.k. einu 6 skipta námskeiði hjá Ulli. Verð fyrir mars og apríl er kr. 12.000.-
Aðild að félaginu Ulli er skilyrði fyrir skráningu.
Hægt er að skrá sig á æfingarnar hér.