Íslandsgöngunni 2017 lauk að venju með Fossavatnsgöngunni á Ísafirði og var hún fjölmennari og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. En þrátt fyrir það, metþátttöku í Bláfjallagöngunni og mjög góða þátttöku í Strandagöngunni varð heildarfjöldi þeirra sem fengu Íslandsgöngustig lítið eitt minni en í fyrra eða 257 á móti 263. Ástæðan er augljóslega sú að veður og snjóleysi fóru illa með göngur á Norðurlandi. Þátttakendur í Hermannsgöngunni voru rúmlega þriðjungi færri en í fyrra og Fjarðargangan og Orkugangan féllu niður.
Upplýsingar um Íslandsgönguna má finna undir „Æfingar og keppni – Íslandsgangan“ í svörtu línunni hér fyrir ofan eða með krækjunni „Íslandsgangan“ í dálkinum hér til hægri. Fara má beint í stgatöfluna 2017 með því að smella hér.