Uppfært: Athugið að búið er að fresta göngunni vegna slæms veðurútlits. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Nú fer Íslandsgangan að hefja göngu sína en fyrsta gangan, Hermannsgangan, fer fram á Akureyri 13. janúar. Finna má síðu göngunnunar á facebook en fyrir gönguna þann 13. janúar má einnig finna viðburð eða event á facebook.
Íslandsgangan er röð skíðagöngumóta sem efnt hefur verið til árlega síðan 1985. Íslandsgangan er almenningsganga en henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Í göngum Íslandsgöngunnar eru boðið uppá ýmsar vegalengdir og óhætt að segja að allir ættu að finna eitthvað fyrir sig.