Það hefur gengið á ýmsu með Íslandsgönguna í vetur. Fjarðargöngunni varð að fresta um óákveðinn tíma vegna snjóleysis og Hermannsgöngunni var frestað um viku vegna veðurs. Svo snjóaði Bláfjallagangan í kaf en Strandagangan fór fram á réttum tíma.
Nú er staðan í stigasöfnun Íslandsgöngunnar orðin aðgengileg hér á vefnum, leitið að Íslandsgöngunni undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni hér efst á síðunni. Í stigatöflunni sjáum við að 57 hafa fengið stig hingað til í þeim tveimur göngum sem lokið er. Setjum okkur það mark að tvöfalda þá tölu í glæsilegri Bláfjallagöngu um næstu helgi!
Íslandsgangan 2017
- Keppni
Deila
Facebook
Twitter