Íslandsgangan 2014

íslandsgangan2014Íslandsgangan er meginmarkmið margra skíðagöngumanna og nú dregur til tíðinda. Mótaröðin hefst af krafti þetta árið með tveimur göngum sömu helgina á nálægum slóðum.

Hermannsgangan fer fram í Hlíðarfjalli á Akureyri laugardaginn 25. janúar og hefst gangan kl. 12. Vegalengdir eru 4 km, 12 km og 24 km.

Fjarðargangan fer fram daginn eftir, sunnudaginn 26. janúar, við skíðaskálann á Ólafsfirði og hefst hún einnig kl. 12. Þar eru gengnir 4 km, 10 km og 20 km. Nánari upplýsingar, svo sem um skráningu, fást með því að smella á myndina hér til hliðar.

Það er stefna Ullar að sem allra flestir félagsmenn taki þátt í Íslandsgöngunni og eru Ullungar því hvattir til að fjölmenna norður.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur