Nú er komið að öðru af þremur innanfélagsmói Ullar í vetur en núna þriðjudaginn 1. mars kl 19:00 verður verður í flokki kvenna og karla í hefðbundinni göngu. Ræst verður með hópstarti og gengnir 5km. Innanfélagsmótið er kjörinn vettvangur nýliða til að öðlast smá keppnisreynslu fyrir Íslandsgöngur vetrarins.
Skráning fer fram í skála Ullar frá kl 18:00 og skráningu lýkur 18:45. Þátttökugjald er 1000 kr sem greiðist við skráningu.
ATHUGIÐ! Ekki er hægt að borga þátttökugjaldið með korti. Hægt er að sýna kvittun fyrir millifærslu gjaldsins inn á reikning félagsins, rafrænni eða útprentaðri, við skráningu, nú eða borga með reiðufé.
Útdráttarverðlaun og kaka í göngulok! Allir velkomnir!