Hópferð til Ísafjarðar

Ullur hefur ákveðið að efna til hópferðar í æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði 28.11 til 1. 12. 2013. Stefnt er að því að safna fólki saman í bíla þannig að kostnaður verði minni en 10.000 kr. á mann. Stefnt er á að leggja af stað vestur ekki seinna en  kl 17 á fimmtudegi og til baka um hádegi á sunnudag. Þeir, sem hafa hug á að vera með í ferðinni, eru vinsamlegast beðnir að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri, helst sem fyrst til að auðvelda okkur undirbúninginn.

Nánari upplýsingar gefur Haraldur ingi Hilmarsson í síma 897 8794.  Athugið að skráning í ferðina gildir ekki sem skráning í æfingabúðirnar og fólk verður sjálft að finna sér gistingu. Allar upplýsingar um æfingabúðirnar, t.d. um skráningu og möguleika á gistingu, má lesa hér:   Æfingabúðir 2013

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur