Hjólaskíðanámskeið fyrir yngstu kynslóðina

Í morgun hófst tímabilið hjá yngstu iðkendunum okkar þegar hjólaskíðanámskeiði Kristrúnar Guðnadóttur var ýtt úr vör. Námskeiðið er ætlað er fyrir krakka fædda 2009 og fyrr. Það var ánægjulegt að sjá hve góð mætingin var eða alls 8 krakkar, flestir byrjendur og nokkrir sem aldrei hafa stígið á hjólaskíð áður. Það er því ljóst að framundan er lærdómsríkt námskeið og spennandi. Það á svo vonandi eftir að skila sér þegar veður fer að kólna og snjórinn að falla. Við teljum niður dagana!39145598_10156410837737348_4736656840752889856_n

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur