Líkt og síðasta sumar stendur Kristrún Guðnadóttir fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir börn og unglinga. Kristrúnu þarf ekki að kynna fyrir Ullungum. Hún hefur undanfarinn vetur staðið sig vel í keppnum um allan heim og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á heimsmeistaramótinu á liðnum vetri.
Námskeiðið verður haldið dagana 24. júní til 27. júní og er fyrir krakka á aldrinum 7-16 ára. Æfingar fara fram við Víkingsheimilið í Fossvogi.
Námskeiðið er tilvalið fyrir krakka sem vilja læra betur á hjólaskíðin, hlaupa, hoppa og með því byggja upp færni, þol, styrk og snerpu fyrir næsta vetur. Það er ennig er hægt að vera á línuskautum fyrir þá sem ekki eiga hjólaskíði. Dagskrá er sem hér segir:
Mánudagur 24. júni
Kl. 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Nokkrir hringi á skíðum og leikir
Kl. 11.30 – 12.00 Hádegishlé
Kl. 12.00 – 14.00 Æfing 2, hlaup með hoppum og sprettum
Þriðjudagur 25. júní
Kl 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Leikir og tækniæfingar
Kl. 11.30 -12.00 Hádegishlé
Kl. 12.00 -14.00 Æfing 2, hjólaskíði – Braut með hindrunum og sprettir
Miðvikudagur 26. júní
Kl.10.00-12.00 Æfing 1, hjólaskíði – Tækni og ganga stærri hring
12.00 Sund eftir æfingu
Fimmtudagur 27. júní
11.00 Fjallganga með stafi
Verð: 15. 000 kr, systkini 20.000 (samtals)
Skráningar og fyrirspurnir skal senda á kristrungud@gmail.com