Hjólaskíðanámskeið fyrir börn og unglinga

skid_Kristrun-696x464
Kristún (nr. 1) í keppi á Skíðamóti Íslands 2019, ljósmynd Hólmfríður Svavarsdóttir

Líkt og síðasta sumar stendur Kristrún Guðnadóttir fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir börn og unglinga. Kristrúnu þarf ekki að kynna fyrir Ullungum. Hún hefur undanfarinn vetur staðið sig vel í keppnum um allan heim og ber þar helst að nefna þátttöku hennar á heimsmeistaramótinu á liðnum vetri.

Námskeiðið verður haldið dagana 24. júní til 27. júní og er fyrir krakka á aldrinum 7-16 ára. Æfingar fara fram við Víkingsheimilið í Fossvogi.

Námskeiðið er tilvalið fyrir krakka sem vilja læra betur á hjólaskíðin, hlaupa, hoppa og með því byggja upp færni, þol, styrk og snerpu fyrir næsta vetur. Það er ennig er hægt að vera á línuskautum fyrir þá sem ekki eiga hjólaskíði. Dagskrá er sem hér segir:

Mánudagur 24. júni

Kl. 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Nokkrir hringi á skíðum og leikir

Kl. 11.30 – 12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 – 14.00 Æfing 2, hlaup með hoppum og sprettum

Þriðjudagur 25. júní

Kl 10.00 Æfing 1, hjólaskíði – Leikir og tækniæfingar

Kl. 11.30 -12.00 Hádegishlé

Kl. 12.00 -14.00 Æfing 2, hjólaskíði – Braut með hindrunum og sprettir

Miðvikudagur 26. júní

Kl.10.00-12.00 Æfing 1, hjólaskíði – Tækni og ganga stærri hring

12.00 Sund eftir æfingu

Fimmtudagur 27. júní

11.00 Fjallganga með stafi

Verð: 15. 000 kr, systkini 20.000 (samtals)

Skráningar og fyrirspurnir skal senda á kristrungud@gmail.com

 

 

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur