Dálitlar breytingar hafa verið gerða á áður fyrirhugaðri og auglýstri flokkaskiptingu í hjólaskíðamótinu sunnudaginn 15. september. Ræsing og mark verða við Víkingssvæðið en keppnisflokkar verða sem hér segir:
Ræsing kl. 10:00
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
12-16 ára pilta og stúlkna, 5 km
Línuskautar – frjáls aðferð með stafi
12-16 ára pilta og stúlkna, 5 km
Ræsing kl. 10:30+
Hjólaskíði – hefðbundin aðferð
17-39 ára karla og kvenna, 10 km
40 ára og eldri karla og kvenna, 10 km
Þátttökugjald í öllum flokkum, 1000 kr., greiðist á staðnum. Úrdráttarverðlaun frá CraftSport og Everest.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 864 6433. Væntanlega mun kort af brautinni birtast hér á vefnum áður en langt líður.
Þá hefur verið sett upp skráning í mótið hér á síðunni. Væntanlegir keppendur eru hvattir til að skrá sig, helst sem fyrst, með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist.