Helgina 1. – 2. október fór fram hið árlega hjólaskíðamót Ullar. Eins og undanfarin ár var braut lögð um Fossvogsdal, 1,1 km sprettbraut á laugardeginum og 5 km hringur á sunnudeginum.
Það kann að vera að veður hafi spilað sinn þá í að keppendur voru ekki margir að þessu sinni. Engu að síður tókst mótið vel og má reikna með að keppendur hafi fengið góða æfingu fyrir veturinn.
Það voru þau Árni Gunnar Gunnarsson Skíðafélagi Ólafsfjarðar og Kristrún Guðnadóttir Ulli sem sigruðu báða dagana. Heildarúrslit mótsins má nágast hér og myndir frá mótinu eru á myndasíðu Ullar.