Hið árlega hjólaskíðamót Ullar verður sunnudaginn 15. september 2013 í Fossvogsdal, ræsing og mark verða við Víkingssvæðið. Ræst verður kl. 10:00. Gengnir verða 10 km með hefðbundinni aðferð og leyfilegt er að vera á línuskautum með stafi. Keppt verður í flokkum karla og kvenna. Útdráttarverðlaun eru frá CraftSport og Everest. Þátttökugjald, 1000 kr., greiðist á staðnum.
Allir sem eiga hjólaskíði og/eða línuskauta eru hvattir til að taka þátt í mótinu!
Nánari verður sagt frá mótinu hér á vefnum eftir því sem tilefni gefast og einnig veitir Óskar upplýsingar í síma 864 6433.
Hjólaskíðamót Ullar í Fossvogi
- Keppni
Deila
Facebook
Twitter