Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fer fram sunnudaginn 24. september næstkomandi klukkan 10.00. Mótið verður haldið í Fossvogsdalnum með start og mark rétt vestan við Víkingsheimilið. Í boði verða fleiri en vegalengd og hentar brautin öllum, hvort sem er byrjendum eða lengra komnum. Iðkendum á hjólaskíðum fjölgar ár frá ári og við vonum að sem flestir taki þátt í þessu skemmtilega móti. Eins og undanfarin ár verða glæsileg útdráttarverðlaun í boði.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:
9 ára og yngri (fædd 2014 og yngri) 2 km, (1x minni hringur)
10 – 12 ára (fædd 2011-2013) 4 km, (2x minni hringur)
12 ára og yngri mega vera á hvort sem er línuskautum eða hjólaskíðum og er frjáls
aðferð leyfileg
13 – 16 ára stúlkur og piltar (fædd 2007-2010) 6,5 km (1x stærri hringur + 1x minni
hringur). Hefðbundin aðferð.
17 ára og eldri konur og karlar (fædd 2006 og eldri). Val um 4,5km (1x stærri hringur)
eða 9 km (2x stærri hringur). Hefðbundin aðferð.
Athugið að 13 ára og eldri mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum).
Hjálmaskylda er í keppninni.
Myndir af brautum má sjá hér að neðan. Brautarverðir verða á helstu stöðum en biðjum þátttakendur þó að vera búin að skoða kort og kynna sér brautina fyrir keppni.
Á stærri hringnum er helst að varast að það þarf að fara yfir trébrú á tveimur stöðum og er stallur upp á og niður af brúnni þar sem þarf að fara varlega.
Þátttökugjald:
16 ára og yngri fá frítt
17 ára og eldri borga 1.000kr
Skráning 17 ára og eldri fer fram hér. Greiða þarf með reiðufé eða millifæra á félagið og sýna staðfestingu á millifærslu, kennitala: 600707-0780, reikningsnúmer: 0117-26-6770 þegar númer er sótt á mótsdag.
Skráningar 16 og yngri skulu berast á ullarpostur at gmail.com. Senda skal nafn, fæðingarár, félag. Þau sem hyggjast keppa á línuskautum (12 og yngri) taki það fram í póstinum.
Skráningarfrestur er laugardagurinn 23. september kl 20:00
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!