Hjólaskíðamót Ullar 15. september 2013

Nú er langt liðið á sumarið og þá fer skíðagöngufólk á kreik og eru Ullungar þar engin undantekning. Verið er að undirbúa vetrarstarfið og fyrsti atburður á vegum félagsins verður, eins og undanfarin ár, hið árlega hjólaskíðamót. Það verður að þessu sinni sunnudaginn 15. september kl. 10 og verður að þessu sinni haldið í tengslum við samæfingu SKÍ í Reykjavík þá helgi. Um samæfinguna má lesa hér en áður auglýst dagskrá á sunnudagsmorgni breytist þannig að hjólaskíðamótið kemur þar inn.
Ekki hefur verið ákveðið enn hvar mótið verður haldið. Fyrri mót hafa farið fram á Seltjarnarnesi en verið er að skoða aðra möguleika. Vonandi verður fljótlega hægt að greina frá því hvaða staður verður fyrir valinu og einnig frá fyrirkomulagi að öðru leyti en líklega verður fólki á línuskautum (með stafi!) boðið að taka þátt í mótinu.
Stefnt er að því að hefja fljótlega hjólaskíðaæfingar á vegum félagsins, bæði fyrir byrjendur og lengra komna og eru þeir, sem vilja bæta sig í skíðagöngu í vetur, eindregið hvattir til að nýta sér þær. Tilkynnt verður um æfingarnar hér á vefnum fljótlega.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum