Hið árlega hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins Ulls verður sunnudaginn 26. ágúst og verður ræst kl 10:00 um morguninn. Keppt verður með hefðbundinni aðferð og mun mótið fara fram á gönustígum umhverfis Seltjarnarnes. Rásmark og endamark verður á móts við smábátahöfnina, við gatnamót Suðurstrandar og Bakkavarar, og gengnir 5 km inn á Eiðsgranda og til baka. Þátttökugjald er kr 1000 og greiðist á staðnum. Keppt verður í flokkum karla og kvenna 17-39 ár og 40 ára og eldri. Allir þeir sem eru að æfa á hjólaskíðum eru hvattir til að vera með og nota mótið sem lið í æfingum sínum. Nánari upplýsingar veita Óskar í síma 864 6433 og Málfríður í síma 894 6337.
Stjórnin
Hjólaskíðamót Skíðagöngufélagsins Ulls
- Félagsstarf, Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter