Hjólaskíðamót – Leiðarlýsing og kort

Hjólaskíðamót 2014
Smellið á myndina til að fá upp stærra kort

Hér má sjá kort af fyrirhugaðri keppnisbraut á laugardaginn. Keppendur byrja á því að fara hringinn sem sést hægra megin á myndinni. Þegar komið er í gegnum marksvæðið er haldið beinustu leið út að göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut en þar er snúið við og haldið til baka sömu leið. Þegar komið er til móts við Fossvogsskóla er beygt til hægri og hluti hringsins sem tekinn var í byrjun endurtekinn. Þegar komið er í gegnum marksvæðið er aftur haldið beinustu leið út að göngubrúnni, snúið við og þegar komið er að Fossvogsskóla er aftur beygt til hægri og hálfhringurinn genginn áður en komið er í mark.

9 ára og yngri ganga einn lítinn hring 1km

10-11 ára ganga tvo litla hringi 2km

12-16 ára ganga lítinn hring og einu sinni út að Kringlumýrarbraut 5km

17 ára og eldri ganga lítinn hring og tvisvar út að Kringlumýrarbraut 10km

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur