Hjólaskíðaæfingar (fyrsta æfing 14.8.2012 kl:18:00)

Nú er komið að stóru stundinni, hjólaskíðaæfingar eru að hefjast aftur eftir sumardvala.
Æfingarnar í ár verða við Ægisíðu, frá Hofsvallagötu að Suðurgötu og er þetta 1km hjólastígur.
Ætlunin er að skíða fram og til baka og ná þannig 2km leið. Þetta er slétt og góð leið sem allir ættu að ráða við.
Markmiðið með þessu er að allir geti æft saman óháð getu.
Vonandi koma sem flestir, byrjendur sem lengra komnir.
Fyrsta æfingin verður næsta þriðjudag kl 18:00.
Haraldur Hilmarsson mun annast æfingarnar í vetur og ef góð þáttaka næst verður samið við gestakennara til að koma og vera með kennslu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur