Hjálpumst að við að manna skálann!

Skálinn í Bláfjöllum
Skálinn í Bláfjöllum

Kæru Ullungar
Nú þegar vetur konungur stendur sem hæst og skíðavertíðin er komin vel af stað leitum við í skálanefnd til ykkar um að standa vaktina í skálanum okkar góða í Bláfjöllum. Um er að ræða helgarvaktir á opnunartíma skálans sem er frá kl. 10:00 – 17:00. Vaktirnar eru tvískiptar og því hægt að skrá sig ýmist fyrir hádegi til kl. 13:30, eftir hádegi til kl. 17:00 eða taka að sér allan daginn. Í starfinu felst að vera til staðar fyrir fólk sem kemur í skálann ekki síst þá sem vilja fá leigðan útbúnað. Þeir sem ekki hafa staðið vaktina áður verða settir inn í starfið, fá t.d. lista yfir það sem þarf að gera og síðan eru yfirleitt alltaf einhverjir á svæðinu sem eru tilbúnir til aðstoðar. Einnig er stöku sinnum boðið upp á vöfflur og kakó, sér í lagi fyrir hópa sem hafa þegið skíðagöngukennslu. Nánari upplýsingar um skálann má nálgast hér á vefnum (svört lína efst, „Um félagið“ – „Skálinn“).
Á vefnum er fólki einnig boðið að skrá sig í hóp skálavarða og má finna eyðublað til þess hér:  Skálavakt – skráning
Í viðburðadagatali má sjá hvaða vaktir hafa þegar verið mannaðar og hverjar eru lausar:  Viðburðadagatal
Á vefnum má einnig finna greinargóða lýsingu á þeim verkefnum sem búast má við að skálaverðir þurfi að sinna:   Skálavakt – verkefni
Við skulum hafa það skemmtilegt og eiga gott samstarf í vetur.
Skálanefndin

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur