Bláfjöll dagskrá 5. feb.

Eins og sést á heimasíðu Bláfjalla er lokað þar í dag, laugardag.

Á morgun lítur hins vegar út fyrir mun betra veður og verður barna- og unglingaæfing kl. 11 og síðan innanfélagsmót fyrir ALLA sem ræst er í kl 13. Mótanefndind skipuleggur og er stefnt á boðgöngu á 1 km hring þannig að allir geta verið með, gott er að koma ekki seinna en 12:30 þar sem raða þarf í liðin. Gott væri ef einhver getur gefið sig fram til að sjá um húsið seinnipartinn þ.e. frá ca 15-17.

Æfingahelgi undir stjórn Birgis Gunnarssonar fyrir þá sem skráðu sig í hana er væntanlega á dagskrá kl 11.

Bent er á að það líður að fyrstu Íslandsgöngunni en hún verður á Akureyri um næstu helgi, bendi fólki á að fara að kanna hvort ekki er hægt að fjölmenna í bíla til að halda kostnaði niðri.

Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur