Snorri Einarsson úr Skíðagöngufélaginu Ulli keppir í lokagreininni á heimsmeistaramótinu í Slóveníu á morgun. Keppt verður í 50 km göngu með hefðbundinni aðferð með hópstarti. Snorri hefur átt góðu gengi að fagna í 50 km göngum í gegnum árin og náði einmitt besta árangri sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð á heimsmeistaramótinu í Seefeld árið 2019 þegar hann endaði í 18. sæti.
Snorri hefur náð góðum árangir á mótinu það sem af er og endaði meðal annars í 28. sæti í 30 km skiptigöngu og 22. sæti í liðaspretti ásamt Degi Benedikssyni. Þar að auki lauk Snorri keppni í 15 km göngu F í 22. sæti.
Búast má við hörku keppni á morgun enda er 50 km ganga ein erfiðasta grein mótsins. Fyrirkomulagi á keppninni er þannig að keppendur mega skipa um skíði og sækja betri skíði eftir því sem líður á. Það þarf því að skipuleggja keppnina vel og velja rétt skíði fyrir göngu, velja réttan tímapunkt til að skipta um skíði og nærast vel á meðan á keppni stendur.
Sýnt verður frá keppnin á RÚV 2 á morgun og hefst útsending kl. 10:50.
Fyrr í vikunni var Snorri í viðtali við RÚV þar sem fram koma að þetta væri mögulega síðasta stórmótið hans á ferlinum. Skíðagöngufélagið Ullur sendir Snorra baráttukveðjur og góða strauma. Áfram Ullur! Áfram Snorri!