Dálítill hópur Ullunga brá sér í Bláfjöll í kvöld og tók til hendinni í Ullarskálanum. Meðal afreka má nefna vorhreingerningu og tiltekt í skálanum og mjúkur rennslisáburður var borinn á öll skíði félagsins svo að þau verði í sem bestu ásigkomulagi þegar þau verða leigð út næsta vetur. Við tiltektina kom í ljós að talsvert hefur safnast af óskilamunum í vetur. Má þar nefna vettlinga, húfur sokka skó, trefil og skíðagleraugu. Þessa gripi má sjá á myndinni hér til hliðar. Þeir, sem sjá þarna eitthvað sem þeir töldu glatað, geta nú fengið það aftur, t.d. með því að senda tölvupóst til félagsins (krækja næstum neðst í dálkinum hér til hægri).
Hefur þú týnt einhverju?
- Félagsstarf
Deila
Facebook
Twitter