Haukadalsskógur. Æfingasvæði framtíðarinnar???

Drauma gönguskíðabrautir. Skógarhöggsmennirnir eru sífellt að búa til nýjar brautir og slóða inni í Haukadalsskógi og þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir og reiðstígar. Skógurinn er heilmikið notaður af útivistarfólki. „Til hvers að hafa skóg sem ekki er hægt að fara um?“ spyr Einar sem er mjög stoltur af afrakstrinum. „Við erum með nokkrar mjög breiðar og fínar brautir sem eru drauma gönguskíðabrautir. Íslenska landsliðið ætti að koma hingað til að æfa sig og Bergþór gæti lamið þá áfram.“

Þetta er á blaðsíðu 10 í Mogganum í dag. Stendur það ekki Ulli næst að grípa þessa gæs og athuga hvort úr henni gæti orðið stórsteik?

Stjórnina í málið og kanna samstarf. Það væri ekki amalegt að geta gengið í skógi þar sem alltaf er logn og aldrei skafrenningur.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur