Gunnar Birgisson á Ólympíuleika ungmenna

Á vef Skíðasambands Íslands birtist frétt um að Gunnar Birgisson, Ulli, hefur verið valinn til að keppa í skíðagöngu fyrir Íslands hönd á fyrstu Vetrarólympíuleikum ungmenna sem haldnir verða í Innsbruck 13.-22. janúar 2012. Þá munu tveir íslenskir keppendur verða í alpagreinum. Við erum ákaflega stolt af okkar manni, til hamingju Gunnar!
Frétt Skíðasambandsins
Vefur Ólympíuleikanna

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur