Sunnudagur 11. desember, gott færi í Bláfjöllum

Nú lítur út fyrir mjög góðan dag í Bláfjöllum. Þar hefur snjóað talsvert og búið er að leggja 3,5 km göngubraut um Neðri-Sléttu, upp fyrir hólinn og niður gilið. Veðrið er gott, austangola og svolítill lágarenningur en vonir standa til þess að hann lægi í dag. Skálinn verður opinn fram undir kl. 16 svo nú er um að gera að drífa sig á skíði!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum