Það var flott veður og frábær stemming í Heiðmörk þegar Ullungar gerðu þar innrás nýverið. Verkefni dagsins var að jafna út og gera nýlagða viðbót við gönguskíðabrautina klára fyrir veturinn og nýja troðaran sem þar verður. Vannst verkið vel þó enn sé nokkuð eftir. Með samstilltu átaki við brautarvinnu og góðum snjóalögum má búast við frábærum aðstæðum á komandi vetrum. Framtíðin er björt!
Ekki var stemmingin síðri um kvöldið þegar haustfagnaður Ullar var keyrður í gang. Hressandi veitingar og frábær stemming réð ríkjum langt fram á kvöld.
Ullur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu sitt að mörkum. Takk!