Gleðifréttir úr fjallinu

Það er ánægjulegt að tilkynna að Skíðasvæðið / Samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt fjárveitingu vegna salernishúss fyrir skíðagönguiðkendur í Bláfjöllum og aðra notendur suðursvæðisins.  Staðsetning hússins verður við horn bílastæðisins og skíðagöngusvæðisins og standa vonir til að húsið verði risið fyrir næsta vetur.   

Skíðagöngufélagið Ullur er búið að berjast fyrir þessu verkefni í mörg ár og því afar ánægjulegt að það sé í höfn, enda mun það gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagönguiðkendur.

Dæmi um mögulega útfærslu – Salernishús við Esjurætur

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur