Fréttir úr Bláfjöllum

Ómar yfirtroðari m.m. í Bláfjöllum hringdi í dag og var þá búinn að fara hring um skíðagöngusvæðið á Sléttunni við skálann og ýfa upp harðfennið í þeirri von að snjórinn í éljunum sem eru að ganga yfir setjist að. Í lok dags á morgun verður svo staðan skoðuð og lagt spor ef aðstæður leyfa, vonum það besta. Spáin á laugardag er ekki spennandi en það ætti að vera útivistarveður á sunnudaginn og við verðum að vona að skíðasporið haldist.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum