Fréttir af afreksmanni úr röðum Ullunga

Bikarmót í skíðagöngu var á Akureyri um hlegina. Keppnin á laugardag var jafnframt íslandsmót í lengri vegalengdum. Ullur átti keppanda á mótinu en Gunnar Birgisson sigraði í flokki 17-19 ára í 15 km með frjálsri aðferð á laugardag og í dag (sunnudag) sigraði hann í 7,5 km hefðbundinni göngu í sama flokki.

Gunnar keppti í Halv-Birken í Noregi um s.l. helgi, sú ganga er 28 km löng. Gunnar náði þar frábærum árangri en hann lenti í 9 sæti í flokki 16-39 ára en alls voru 95 keppendur í þeim flokki.
ÞFÞ

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur