Ullur átti 6 fulltrúa á fyrsta FIS/bikarmóti vetrarins sem fór frá á Akureyri síðustu helgi, 14.-16. janúar.
Í fullorðinsflokki kepptu þau Salóme Grímsdóttir, Mari Järsk, Aníta Björk Jóhannsdóttir og Svavar Hrafn Ágústsson. Í flokki 15-16 ára keppti Hjalti Böðvarsson og í flokki 13-14 ára keppti Vala Kristín Georgsdóttir.
Á föstudeginum var keppt í sprettgöngu en gengnir voru 1.200m með frjálsri aðferð. Í kvennaflokki 17 ára og eldri hafnaði Mari í 2. sæti, Salóme í 4. sæti og Aníta í því 5. Í flokki drengja 15-16 ára varð Hjalti í 2. sæti.
Á laugardeginum gengu karlar 10km, konur og 15-16 ára 5km og 13-14 ára 3.5km, með hefðbundinni aðferð. Í kvennaflokki höfnuðu þær Salóme og Mari í 1. og 2. sæti og Aníta í því 7. Í karlaflokki hafnaði Svavar í 16. sæti. Hjalti hafnaði í 2. sæti í sínum flokki og Vala í 7. sæti í sínum flokki.
Á sunnudeginum var svo keppt í sömu vegalengdum nema með frjálsri aðferð. Þar höfnuðu Mari í 3. sæti, Salóme í 4. sæti og Aníta í 7. sæti. Í karlaflokki hafnaði Svavar í 16. sæti. Hjalti hafnaði í 2. sæti í sínum flokki.
Öll frekari úrslit má sjá á timataka.net.
FLottur árangur hjá fólkinu okkar!
Næsta bikarmót verður í Bláfjöllum helgina 28.-30. janúar 2022. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins.