Góðan dag!
Eftir mikla yfirlegu og vangaveltur þá höfum við ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni til morguns sunnudagsins 26. febrúar, sama tíma. Það verður helmingi minni vindur og eins verður áttin hagstæðari fyrir gönguna. Þannig að það lítur vel út fyrir morgundaginn.
Með kveðju, mótanefnd Ullar.