Þær fréttir bárust frá Þóroddi formanni, sem staddur er í Bláfjöllum, að þar er nú frábært skíðafæri. Búið er að leggja göngubraut, u.þ.b. 1,5 km, á Neðri-Sléttu. Æfing verður kl. 13, bæði fyrir börn og fullorðna og er öllum velkomið að taka þátt í henni, bæði byrjendum og lengra komnum. Skálinn verður opinn a.m.k. til kl. 15. Svo nú er um að gera að dusta rykið af skíðunum og drífa sig upp í Bláfjöll!
Frábært skíðafæri í Bláfjöllum!
- Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter