Frábært skíðafæri í Bláfjöllum

Þóroddur formaður tilkynnir úr Bláfjöllum að þar sé nú frábært skíðafæri. Búið er að leggja braut góðan hring um Neðri-Sléttu og næsta nágrenni, 2,5 km. Enn er snjór í minnsta lagi til að leggja braut með troðara upp gilið eða vestur fyrir hólinn en það verður skoðað hvort hægt er að fá gert spor í þá áttina með vélsleða. Það er því tilvalið að bregða sér á skíði í dag og þeir, sem bíða eftir að komast í brekkurnar ættu að nota tækifærið að prófa gönguskíðin. Skáli Ullar verður opinn frá kl. 11 til 16 og þar er hægt að fá allan búnað leigðan á góðum kjörum.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur