Veðurspáin fyrir Sumardaginn fyrsta er frábær og því er um að gera að taka daginn snemma og drífa sig í Bláfjöll á skíði á meðan að færið er gott.
Við hjá Ulli ætlum að standa fyrir grilli um hádegið og því er upplagt að taka með sér pylsur og pylsubrauð, eða samloku í samlokugrillið og eiga saman notalega stund í hádeginu.
Grill verður á staðnum kl. 12:30 – 14:00 og við verðum með tómatsósu, sinnep, remúlaði, steiktan og hráan lauk. Það er því alveg nóg að taka með sér eitthvað á grillið og drykki.
Við minnum á að hægt er að fá lánuð skíði fyrir krakkana án kostnaðar, en leiga á skíðabúnaði fyrir fullorðna er einungis 2.000 kr.
Hverjum alla til að drífa sig í Bláfjöll og fagna sumri í skemmtilegum félagsskap J
Stjórn Ullar
Frábær veðurspá fyrir Sumardaginn fyrsta – skellum okkur á skíði og grillum saman í hádeginu!
- Félagsstarf, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter