Frá SKÍ: Opin landsliðsæfing og þjálfaranámskeið í Reykjavík

Helgina 7.-9. október mun Skíðagöngunefnd SKÍ og Fræðslunefnd SKÍ halda opna landsliðsæfingu fyrir 13 ára og eldri. Æfingin mun verða í Reykjavík. Einnig verður haldið þjálfaranámskeið í skíðagöngu. Skipulagið mun verða svipað og í fyrra haust þegar æfing og þjálfaranámskeið var haldið í Reykjavík. Sú æfing tókst vel og einnig var gerður góður rómur af þjálfaranámskeiðinu. Linus Davídsson landsliðsþjálfari mun halda utan um bæði æfingu og námskeið eins og í fyrra og hann vill taka upp þráðinn frá námskeiðinu 2010 og verður þetta framhald af því.

Skíðagöngunefnd SKÍ og fræðslunefnd SKÍ

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur