Fossavatnsgangan nálgast!

Eftirfarandi rak á fjörur vefsins eftir krókaleiðum:

Kæru skíðamenn,
Nú er allt að koma, brautin næstum því klár og allt lítur svona svakalega vel út, nægur snjór og hægt að fara alla leið. Það verður ekki betra og skemmtilegar en þetta.
Stefnir í alveg frábæra göngu 30/4. Þú þarft að fara skrá þig (ef þú ert ekki nú þegar búinn að því) því gjaldið fyrir gönguna hækkar á morgun.
Drífðu þig nú og skráðu þig í glæsilegustu skíðagöngu í heimi (við erum alltaf svo hógværir hér vestra)!
Með kveðju/Best regards/Med vennlig hilsen/Hiihtoterveisin

Þetta er sá sem skrifar undir bréfið. Hann er ærið tröllslegur hér á þessari mynd þar sem hann geysist í mark í Fossavatnsgöngunni 2010. Það er samt engin ástæða til að láta það fæla sig frá að fara vestur því hann er í rauninni mesta gæðablóð og höfðingi heim að sækja eins og flestir Vestfirðingar!
Mr. Kristbjörn R.Sigurjónsson
The Fossavatn Ski Marathon
Skeiði 1
400 ÍSAFJÖRÐUR.

tel. 00354 896 0528
fax: 00354 456 3231
e-mail: fossavatn@fossavatn.com
web: www.fossavatn.com

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur