Flott fyrsta æfing hjá krökkunum

Fyrsta æfing „vetrarins“ var í morgun hjá krökkunum. Þetta var jafnframt fyrsta æfing nýja þjálfarans. Æfingin bar þess merki að krakkarnir væru pínu feimnir, eðlilega!

Á æfinguna mætti 11 krakkar þarf af 4 nýjir. Það verður að teljast frábær mæting á fyrstu æfingu sem einkendist af léttu skokki áður en farið var í boðhlaup. Í boðhlaupinu var skipt í þrjú lið og hinum ýmsu aðferðum beitt. Hlaupið áfram og aftur á bak, hoppað á einum fæti og á báðum fótum, áður en skokkað var til baka. Allt til að byggja upp grunnþol, styrk og jafnvægi fyrir komandi vetur.

Næsta æfing er á miðvikudaginn kl. 18:00. Nánari upplýsignar verður að finna á Facebook síðu barna og unglingastarfsins, Barna- og unglingaæfingar Ullar.

æfing 3
Endre þjálfari stjórnar sinni fyrstu æfingu, karkkarnir (og tveir áhugasamir feður) fylgjast með.
æfing 4
Hoppað á einum fæti í spennandi „boðhoppi“

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur