Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði laugardaginn 9. febrúar. Auk 20 km göngu, sem gefur stig í Íslandsgöngunni, eru í boði 5 og 10 km brautir. Gangan hefst kl. 13 og eftir gönguna verður verðlaunaafhending og kaffisamsæti í skíðaskálanum í Tindaöxl. Nánari upplýsingar, svo sem um þátttökugjald og skráningu, fást með því að smella á myndina hér til vinstri.
Það verður mikið um að vera á Ólafsfirði þessa helgi, bæði laugardag og sunnudag, því jafnframt Fjarðargöngunni verður haldið bikarmót í göngu fyrir 13 ára og eldri. Dagskrá bikarmótsins og aðrar upplýsingar fást með því að smella á neðri myndina. Og það geta allir aldursflokkar fengið göngu við sitt hæfi því á sunnudaginn verður einnig mót fyrir 12 ára og yngri.
Ullungar ættu að reyna að fjölmenna norður til að taka þátt í skemmtilegri keppni. Verið er að vinna í því að gera slíka ferð sem auðveldasta og ódýrasta, sjá færsluna hér fyrir neðan.