Þá fer að líða að næstu Íslandsgöngu en það er Fjarðagangan á Ólafsfirði. Í ár ætla Ólafsfirðingar að halda gönguna á nýjum stað og hanna brautina sérstaklega fyrir hinn almenna skíðagöngumann. Við hvetjum alla Ullunga að skella sér norður! Hægt er að taka þátt í 20 km, 10 km og 5 km og svo er auðvitað krílaflokkur sem fer styttri vegalengd. Það er eitthvað fyrir alla svo það er um að gera að drífa fjölskylduna norður, enda svo eftir gönguna á kökuhlaðborðinu, en það er jú engin Íslandsganga án kökuhlaðborðs! Nánari upplýsingar má finna í atburðinum fyrir gönguna facebook.
Fjarðagangan á Ólafsfirði 24. febrúar
- Óflokkað
Deila
Facebook
Twitter