Fjallaskíðamót á Tröllaskaga

Super_Troll_Ski_RaceFyrsta fjallaskíðamóti Íslands sem halda átti á Tröllaskaga þann 18. apríl hefur verið frestað til 3. maí næstkomandi.
Ástæða frestunarinnar var sérstaklega óhagstæð veðurspá að mati björgunarsveitar, snjóflóðaeftirlitsmanna og veðurfræðinga. Áður auglýst dagskrá mótsins flyst óbreytt til 3. maí svo og skráningar keppenda nema tilkynnt sé sérstaklega um forföll. Skráning keppenda stendur því enn yfir og lýkur 2. maí. Allar upplýsingar um mótið má fá með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur