Þá er komið að fyrsta FIS/Bikarmóti vetrarins en það fer fram á Ísafirði helgina 19. – 21. janúar. Drög að dagskrá og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skíðafélags Ísafjarðar.
Mótið er fyrir 15 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS móti. Einnig, þá voru gerðar breytingar á aldri keppenda frá fyrra ári til samræmis við reglur FIS og nú miðast aldur keppenda tímabilið 2017/18 við aldur keppenda á árinu 2018.
Ullungar sem hafa hug á þátttöku, sendi póst á ullarpostur@gmail.com. Skráningar skal senda fyrir þann 13. janúar.
Rétt er að benda á að samhliða bikarmótinu verður haldið barnamót. Nánari upplýsingar má finna á facebook.
Aðstæður eru mjög góðar fyrir vestan svo um að gera að drífa sig!