Félagsgjöld starfsárið 2013-2014

Nú styttist í skíðasnjóinn og Ullur er farinn að huga að vetrarstarfinu. Félagið kallar því eftir félagsgjöldum og nú hefur valkrafa verið send í netbanka allflestra félagsmanna vegna félagsgjalds fyrir veturinn 2013-2014. Upphæð kröfunnar er 3.200 kr., þar af er félagsgjaldið 3.100 kr. en bankakostnaður 100 kr. Félagsmenn eru beðnir greiða árgjaldið sem fyrst því það er í mörg horn að líta í rekstri félagsins.

Einhverjir félagsmenn nota ekki netbanka og hafa því ekki fengið neina kröfu þá leiðina. Þeir eru beðnir að nýta sér greiðsluupplýsingar hér á vefnum á síðu sem má finna í svörtu línunni hér efst: „Um félagið“ – „Að ganga í félagið“. Og þeir, sem ekki hafa komið því í verk að ganga í Skíðagöngufélagið Ull en vilja taka þátt í starfi þess, ættu að nýta sér sömu síðu!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur