14.11.2010 | 18:55
Ágætu Ullungar, félagsfundur verður næstkomandi þriðjudagskvöld 16. nóvember þar sem fjallað verður um mót vetrarins, æfingar, væntanlega opnuð ný heimasíða ofl. Umræður verða um starf og stefnu okkar framundan. Mikilvægt er að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum. Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, salur C á þriðjuhæð (þar sem við höfum haldið aðalfundi), fyrsta bygging sem komið er að.
Þóroddur F.
(Fært af gamla vefnum. Sjá hér: Félagsfundur þriðjudagskvöld kl. 20:00-22:00)