Félagið auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf til loka apríl 2020

Skíðagöngufélagið Ullur óskar eftir starfsmanni í hlutastarf til loka apríl 2020.

Verkefnin eru mörg og fjölbreytileg og felast meðal annars í sér að aðstoða við að innheimta æfingagjöld iðkenda félagsins ásamt félagsgjöldum og útsendingu félagsskírteina. Einnig mun starfsmaður halda utan um skráningar og aðrar upplýsingar fyrir námskeið á vegum félagsins.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá stjórn Skíðagöngufélags Ullar,  stjornullar@gmail.com.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur