Farið að hausta – Æfingabúðir á Ísafirði í lok nóvember

9.9.2010 | 08:16
Ísfirðingar minna á æfingabúðir síðustu helgina í nóvember þá mun þjálfari frá Noregi ásamt þjálfurum Skíðafélags Ísfirðinga  sjá um æfingar. Nú verður þetta helgina 25/11-28/11 og miðast við:

1 æfing á fimmtudegi, 2 æfingar á föstudegi, 2 æfingar á laugardegi og 1 æfing á sunnudegi.

Bent er á að Hótel Ísafjörður hefur alltaf boðið kostakjör á gistingu og fæði, einnig verður sameiginlegur kvöldmatur á laugardeginum fyrir allan hópinn. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Við Ullungar ættum að skoða möguleika á að fjölmenna.

Þóroddur F.

(Fært af gamla vefnum/gh.)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur