Dýrðardagur í Bláfjöllum!

Dagurinn í gær var sannkallaður dýrðardagur fyrir þá sem brugðu sér á gönguskíði í Bláfjöllum og það var ekkert ofsagt í lýsingu formannsins í gærmorgun. Bæði veður og skíðafæri var eins og best verður á kosið og það er hægt að sannreyna með því að skoða einstaklega fallegar myndir sem Fanney Gunnarsdóttir tók. Ein myndanna er hér til hliðar (má sjá stærri mynd með því að smella á hana) en allar myndirnar 12 má skoða með því að líta á Facebook-síðu Ullar eða á myndasafnið í dálkinum hér til hægri. Það fer ekki milli mála að skíðasvæðið í Bláfjöllum er meira en bara brekkurnar og örtröðin í kringum þær og þeir, sem vilja njóta fagurrar og friðsællar náttúru, ættu svo sannarlega að hugleiða að fá sér gönguskíði.

Við þökkum Fanneyju fyrir að leyfa okkur að njóta þessara fallegu mynda!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur